Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 10:46 Viktor Freyr Sigurðsson ver vítaspyrnu Björns Daníels Sverrissonar. Eins og sjá má var hann kominn vel út af línunni. stöð 2 sport Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35