„Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2022 10:30 Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir ásamt Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, fyrir sex árum síðan, en saman léku þær í sigursælu liði Breiðabliks. Instagram/@ingibjorg11 Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. Guðrún vann sig inn í byrjunarliðið á síðasta ári og tók þá við hlutverki Ingibjargar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Eftir tvo leiki á EM kom Ingibjörg aftur inn í liðið í stað Guðrúnar fyrir 1-1 jafnteflið við Frakka, og Ingibjörg var aftur í vörninni í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. „Þetta er bara mjög holl samkeppni og gerir öllum mjög gott að hafa þessa samkeppni. Ég tek henni bara fagnandi og nýti mín tækifæri eins vel og ég get, og reyni svo bara að styðja hinar þegar þær fá tækifæri,“ segir Ingibjörg um þessa jöfnu samkeppni en viðtal við hana sem tekið var fyrir æfingu í Utrecht í gær má sjá hér að neðan. Klippa: Ingibjörg spennt fyrir úrslitaleiknum Þær Guðrún léku saman hjá Breiðabliki á árunum 2012-2017 en eru núna báðar atvinnumenn – Ingibjörg hjá Vålerenga í Noregi en Guðrún hjá Rosengård í Svíþjóð. Ingibjörg segir sambandið þeirra á milli því gott þó að báðar vilji auðvitað vera í byrjunarliði Íslands: „Mjög gott. Við erum búnar að vera vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara og styðjum hvor aðra.“ Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir eitt af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld. Nú er hún mætt með íslenska liðinu til Utrecht í Hollandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandi dugar jafntefli hér í Utrecht annað kvöld, til að sleppa við umspil og komast beint á HM. Andstæðingurinn er hins vegar lið sem vann silfurverðlaun á síðasta HM árið 2019. „Veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri“ „Þetta verður erfiður leikur þar sem við munum þurfa að berjast töluvert meira en á föstudaginn [gegn Hvíta-Rússlandi]. Þetta verður allt öðruvísi en þá. Þær eru með heimsklassaleikmenn í öllum stöðum svo það verður ekkert hægt að slappa af eða fá tækifæri til að missa fókus. Þær eru með góða leikmenn í öllum stöðum sem eru vanar að spila svona leiki í hverri einustu viku, gegn toppliðum. Við þurfum að vera þéttar varnarlega og vera klárar í að taka hraðar sóknir líka. Við þurfum líka að vera þolinmóðar með boltann þegar við fáum hann,“ segir Ingibjörg. Grindvíkingurinn hefur farið með íslenska landsliðinu tvisvar í lokakeppni EM en það að komast á HM yrði auðvitað enn stærri áfangi: „Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um mjög lengi og ég veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri að tryggja sig inn á HM. Vonandi fáum við að sjá það [á morgun].“ Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Guðrún vann sig inn í byrjunarliðið á síðasta ári og tók þá við hlutverki Ingibjargar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Eftir tvo leiki á EM kom Ingibjörg aftur inn í liðið í stað Guðrúnar fyrir 1-1 jafnteflið við Frakka, og Ingibjörg var aftur í vörninni í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. „Þetta er bara mjög holl samkeppni og gerir öllum mjög gott að hafa þessa samkeppni. Ég tek henni bara fagnandi og nýti mín tækifæri eins vel og ég get, og reyni svo bara að styðja hinar þegar þær fá tækifæri,“ segir Ingibjörg um þessa jöfnu samkeppni en viðtal við hana sem tekið var fyrir æfingu í Utrecht í gær má sjá hér að neðan. Klippa: Ingibjörg spennt fyrir úrslitaleiknum Þær Guðrún léku saman hjá Breiðabliki á árunum 2012-2017 en eru núna báðar atvinnumenn – Ingibjörg hjá Vålerenga í Noregi en Guðrún hjá Rosengård í Svíþjóð. Ingibjörg segir sambandið þeirra á milli því gott þó að báðar vilji auðvitað vera í byrjunarliði Íslands: „Mjög gott. Við erum búnar að vera vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara og styðjum hvor aðra.“ Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir eitt af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld. Nú er hún mætt með íslenska liðinu til Utrecht í Hollandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandi dugar jafntefli hér í Utrecht annað kvöld, til að sleppa við umspil og komast beint á HM. Andstæðingurinn er hins vegar lið sem vann silfurverðlaun á síðasta HM árið 2019. „Veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri“ „Þetta verður erfiður leikur þar sem við munum þurfa að berjast töluvert meira en á föstudaginn [gegn Hvíta-Rússlandi]. Þetta verður allt öðruvísi en þá. Þær eru með heimsklassaleikmenn í öllum stöðum svo það verður ekkert hægt að slappa af eða fá tækifæri til að missa fókus. Þær eru með góða leikmenn í öllum stöðum sem eru vanar að spila svona leiki í hverri einustu viku, gegn toppliðum. Við þurfum að vera þéttar varnarlega og vera klárar í að taka hraðar sóknir líka. Við þurfum líka að vera þolinmóðar með boltann þegar við fáum hann,“ segir Ingibjörg. Grindvíkingurinn hefur farið með íslenska landsliðinu tvisvar í lokakeppni EM en það að komast á HM yrði auðvitað enn stærri áfangi: „Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um mjög lengi og ég veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri að tryggja sig inn á HM. Vonandi fáum við að sjá það [á morgun].“ Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01
„Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00