Að hneppa þjóð í þrældóm Dagur Ingi Ólafsson skrifar 5. september 2022 11:00 Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun