Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2022 11:37 Húsnæði Sósíalistaflokksins var grýtt á meðan Gunnar Smári var þar að taka viðtal. Borgarstjóri fordæmir atvikið en Brynjar sakar Gunnar um hræsni. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum. Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum.
Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira