Það verður seint sagt að Bretland hafi reynst Grikklandi mikil fyrirstaða þó Bretar hafi staðið sig með prýði í fyrri hálfleik. Grikkland vann á endanum 16 stiga sigur, 93-77, en Bretar minnkuðu muninn verulega undir lok leiks.
Giannis Antetokounmpo spilaði ekki með Grikklandi í dag. Grikkland er á toppi B-riðils með þrjá sigra að loknum þremur leikjum.
Even the best of us need a day off #EuroBasket @HellenicBF pic.twitter.com/2HGDH0pZNf
— FIBA (@FIBA) September 5, 2022
Pólland vann níu stiga sigur á Ísrael, 85-75. Ein karfa í leiknum vakti sérstaka athygli en hana má sjá hér að neðan. Sigurinn þýðir að Póllsand er á toppi D-riðils með fimm stig að loknum þremur leikjum.
Þá vann Króatía nauman þriggja stiga sigur á Eistlandi, 73-70. Tékkland vann Holland svo með átta stiga mun, 88-80.
Does he get an assist for this? #EuroBasket x @KoszKadra pic.twitter.com/jL3vIHNhGh
— FIBA (@FIBA) September 5, 2022