Eimskip fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. september 2022 07:38 Hæstiréttur mun ekki taka mál Eimskipafélagsins fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu. Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla. Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla.
Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira