Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. september 2022 07:58 Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Sigurjón Ólason Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira