Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 10:48 Lozos hafði áður prófað að baka rúgbrauð í ofni en vildi prófa nýja aðferð. Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi. Bandaríkin Matur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi.
Bandaríkin Matur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira