„Erum svo þakklát þjóðinni“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi við Vísi á Galgenwaard-leikvanginum í Utrecht, þar sem örlög íslenska kvennalandsliðsins ráðast í kvöld. vísir/Arnar „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. „Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
„Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira