Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2022 14:00 Ólafur Ágúst neitaði og játaði sök á víxl. Vísir Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra. Ólafur er meðal fimm sakborninga í málinu en hinir fjórir mættu fyrir dómara í síðustu viku þegar þingsetning fór fram. Þá var Ólafur fjarverandi en tók afstöðu gagnvart ákæruliðum í héraðsdómi í dag. Hann afplánar nú eldri dóm á Litla-Hrauni en hann hefur hlotið fjölda dóma í gegnum tíðina, meðal annars í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 og fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Ólafur er ákærður fyrir að hafa, ásamt þremur öðrum, um nokkurt skeið staðið að kannabisræktun í útihúsi að Hjallanesi í Rangárþingi ytra. Ákærðu höfðu, samkvæmt ákærunni, sammælst um verkaskiptingu við uppsetningu, ræktun, klippingu og þurrkun kannabisplantnanna í sölu- og dreifingarskyni og skiptu á milli sín afrakstri hennar. Við leit í útihúsinu þann 20. maí síðastliðinn lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Ólafur játaði sök í þessum ákærulið. Hann er þá ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni 224,1 gramm af amfetamíni, 1.792,65 grömm af kókaíni, 6.731,37 grömm af MDMA, 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum en lögregla lagði hald á efnin við húsleit 23. maí síðastliðinn. Ólafur sagðist í héraðsdómi hafa haft bílskúrinn á leigu en ekki átt fíkniefnin. Ólafur játaði að hafa á sama tíma haft í vörslum sínum 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögregla fann í bifreið og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni sem lögregla fann við leit á Ólafi. Þá játaði hann sök fyrir að hafa í annarri bifreið haft í vörslum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríjúana, sem lögregla fann við leit 20. maí, á sama tíma og leit fór fram í útihúsinu í Rangárþingi ytra. Auk þess er Ólafur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa föstudaginn 20. maí síðastliðinn hafa í hesthúsi í Víðidal í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 460 grömm af amfetamíni, rúmlega 26 kíló af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, 3,1 kíló af maríjúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, þrettán stykki af LSD, fjögur stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla fann við leit. Ólafur sagði við dómara að hann hafi ekki átt maríjúanað og hassið, það hafi tilheyrt öðrum. Önnur efni hafi hann átt en ekki í sölu- og dreifingarskyni. Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ólafur er meðal fimm sakborninga í málinu en hinir fjórir mættu fyrir dómara í síðustu viku þegar þingsetning fór fram. Þá var Ólafur fjarverandi en tók afstöðu gagnvart ákæruliðum í héraðsdómi í dag. Hann afplánar nú eldri dóm á Litla-Hrauni en hann hefur hlotið fjölda dóma í gegnum tíðina, meðal annars í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 og fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Ólafur er ákærður fyrir að hafa, ásamt þremur öðrum, um nokkurt skeið staðið að kannabisræktun í útihúsi að Hjallanesi í Rangárþingi ytra. Ákærðu höfðu, samkvæmt ákærunni, sammælst um verkaskiptingu við uppsetningu, ræktun, klippingu og þurrkun kannabisplantnanna í sölu- og dreifingarskyni og skiptu á milli sín afrakstri hennar. Við leit í útihúsinu þann 20. maí síðastliðinn lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Ólafur játaði sök í þessum ákærulið. Hann er þá ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni 224,1 gramm af amfetamíni, 1.792,65 grömm af kókaíni, 6.731,37 grömm af MDMA, 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum en lögregla lagði hald á efnin við húsleit 23. maí síðastliðinn. Ólafur sagðist í héraðsdómi hafa haft bílskúrinn á leigu en ekki átt fíkniefnin. Ólafur játaði að hafa á sama tíma haft í vörslum sínum 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögregla fann í bifreið og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni sem lögregla fann við leit á Ólafi. Þá játaði hann sök fyrir að hafa í annarri bifreið haft í vörslum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríjúana, sem lögregla fann við leit 20. maí, á sama tíma og leit fór fram í útihúsinu í Rangárþingi ytra. Auk þess er Ólafur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa föstudaginn 20. maí síðastliðinn hafa í hesthúsi í Víðidal í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 460 grömm af amfetamíni, rúmlega 26 kíló af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, 3,1 kíló af maríjúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, þrettán stykki af LSD, fjögur stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla fann við leit. Ólafur sagði við dómara að hann hafi ekki átt maríjúanað og hassið, það hafi tilheyrt öðrum. Önnur efni hafi hann átt en ekki í sölu- og dreifingarskyni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25