Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 10:00 HK hefur spilað samfleytt í efstu deild síðan 2005. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur. Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur.
2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni