„Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 22:31 Áslaug Munda segir andrúmsloftið þungt en að sama skapi er íslenski hópurinn ákveðinn í því að klára umspilið og komast á HM. Patrick Goosen/Getty Images Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. Aðspurð um stemninguna í íslenska hópnum eftir tapið segir Áslaug: „Bara mjög þungt og dapurt. Þetta verður sárt í kvöld en svo fer maður bara að einbeita sér að næsta leik. Við ætlum bara að klára það og fara beint eftir þann leik á HM,“ Áslaug segir þá Ísland hafa mætt illa til leiks. Íslenska liðið var í töluverðum vandræðum og Holland óð í færum. „Mér fannst vera smá skjálfti í okkur. Við vissum í rauninni bara hvað var undir þannig að við spiluðum í rauninni aðeins öðruvísi leik heldur en við erum vanar. Við vorum heldur þéttar fyrir og vorum bara í lágvörn,“ Hollandi sótti gegndarlaust upp hægra megin, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, sem olli Áslaugu, sem var í vinstri bakverðinum, töluverðum vandræðum. „Sjálf var ég smá týnd en það var mikill talandi í hópnum sem hjálpaði mér, bæði af bekknum og í liðinu sjálfu. Það hjálpaði mér aðeins,“ segir Áslaug. „Í seinni hálfleik kom aðeins betri taktur í okkur fannst mér. Auðvitað vorum við ennþá eiginlega ellefu fyrir aftan boltann en við vissum bara að það væri það sem við þyrftum að gera,“ segir hún jafnframt. Líkt og Áslaug kemur inn á var íslenska liðið betra varnarlega í síðari hálfleiknum þar sem færi þeirra hollensku voru færri. Það stefndi allt í jafnteflið þangað til markið kom í lokin. „Þetta var að falla með okkur en ætli við höfum ekki bara hafa haldið að þetta væri búið of snemma. Því miður.“ Þó er enginn uppgjafartónn í henni. Umspilið er fram undan og draumurinn um HM lifir. „Við erum ekkert hættar. Við ætlum okkur að fara á HM,“ sagði Áslaug Munda að lokum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Aðspurð um stemninguna í íslenska hópnum eftir tapið segir Áslaug: „Bara mjög þungt og dapurt. Þetta verður sárt í kvöld en svo fer maður bara að einbeita sér að næsta leik. Við ætlum bara að klára það og fara beint eftir þann leik á HM,“ Áslaug segir þá Ísland hafa mætt illa til leiks. Íslenska liðið var í töluverðum vandræðum og Holland óð í færum. „Mér fannst vera smá skjálfti í okkur. Við vissum í rauninni bara hvað var undir þannig að við spiluðum í rauninni aðeins öðruvísi leik heldur en við erum vanar. Við vorum heldur þéttar fyrir og vorum bara í lágvörn,“ Hollandi sótti gegndarlaust upp hægra megin, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, sem olli Áslaugu, sem var í vinstri bakverðinum, töluverðum vandræðum. „Sjálf var ég smá týnd en það var mikill talandi í hópnum sem hjálpaði mér, bæði af bekknum og í liðinu sjálfu. Það hjálpaði mér aðeins,“ segir Áslaug. „Í seinni hálfleik kom aðeins betri taktur í okkur fannst mér. Auðvitað vorum við ennþá eiginlega ellefu fyrir aftan boltann en við vissum bara að það væri það sem við þyrftum að gera,“ segir hún jafnframt. Líkt og Áslaug kemur inn á var íslenska liðið betra varnarlega í síðari hálfleiknum þar sem færi þeirra hollensku voru færri. Það stefndi allt í jafnteflið þangað til markið kom í lokin. „Þetta var að falla með okkur en ætli við höfum ekki bara hafa haldið að þetta væri búið of snemma. Því miður.“ Þó er enginn uppgjafartónn í henni. Umspilið er fram undan og draumurinn um HM lifir. „Við erum ekkert hættar. Við ætlum okkur að fara á HM,“ sagði Áslaug Munda að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45