Íslenskir gullgrafarar hafa fundið tíu tonn af gulli Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2022 11:53 Frá einu af leitarsvæðum Amaroq Minerals. Mynd/AEX Gold. Íslenskir gullgrafarar í Grænlandi hafa staðfest mun meira gullmagn í námu sinni en áður hafði fundist. Heildarsöluverðmæti gullsins er nú áttatíu milljarðar króna en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist í námunni. Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur. Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur.
Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira