„Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2022 13:39 Stangveiðimaður við veiðar í íslenskri á með veiðistöng um fjórum til fimm sinnum styttri en þá sem spænski veiðimaðurinn rak í háspennulínuna í gær. Getty Yfirleiðsögumaður í Eystri-Rangá segir að spænskur veiðimaður hafi líklega sloppið ágætlega miðað við aðstæður þegar löng veiðistöng hans rakst í háspennulínu. Karlmaðurinn, sem er vanur veiðimaður, er með brunasár víða á líkamanum. Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð. Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð.
Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57