Nafna Liz Truss hrekkir Íhaldsmenn og þjóðarleiðtoga Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 14:26 Liz Truss (t.v.) og næstum því nafna hennar, Liz Trussel. Tolga Akmen/Twitter Eigandi notendanafnsins @LizTruss á Twitter er ekki nýr forsætisráðherra Bretlands, heldur bresk kona að nafni Liz Trussel. Fjöldi fólks hefur merkt Trussel í færslur á Twitter og hefur hún gripið gæsina og orðið heimsfræg í leiðinni. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna. Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna.
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54