Næstum annar hver bátur henti fiski Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2022 21:01 Við drónaeftirlit Fiskistofu á þessu ári urður 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits þar segir að vegna mannfæðar hafi ekki verið hægt að hafa eftirlit með öllum flotanum. Vísir Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. Frá því að Fiskistofa byrjaði að nota dróna við veiðieftirlit í janúar 2021 hefur brottkastsmálum fjölgað gríðarlega en fyrir þann tíma voru slík mál um og yfir tíu á ári. Í fyrra voru þau hundrað og fjörutíu og það sem af er ári eru þau tæplega hundrað. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu urðu 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti á þessu ári. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir þó að aðeins hafi þó verið hægt að fljúga yfir hluta flotans síðustu mánuðinni vegna mannfæðar á stofnuninni. „Þetta eru um sjö hundruð strandveiðibátar og við komumst ekki yfir nema hluta með drónaeftirliti. En tæplega helmingur er allt of hátt hlutfall af brottkasti. Menn telja greinilega að ávinningur af brotum sé það mikill að þetta sé þess virði, en þetta er algjörlega óásættanleg umgengni við auðlindina,“ segir Elín Björg. Elín bendir á að orðstír sjávarútvegsins sé undir. „Erlendir markaðir geta verið í hættu ef það á að vera viðtekin venja að kasta fiski,“ segir hún. Hér má sjá tölfræði yfir fjölda brottkastmála sem ratað hafa á borð Fiskistofu undanfarin ár.Vísir/Sara Fiski hent eftir að hafa verið blóðgaður Hún bendir á að í fyrsta skipti hafi náðst upptaka af því þegar blóðguðum fiski var fleygt fyrir stærri. „Menn voru að halda til hliðar smærri verðminni fiski og ef veiddist vel þá köstuðu menn honum fyrir verðmeiri fisk. Þetta er hræðileg umgengni. Það er skylda að koma með allan afla að landi,“ segir hún. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í togurum Togarar voru staðnir að brottkasti við drónaeftirlit Fiskistofu á síðasta ári. Aðspurð um hvort nú hafi verið haft eftirlit með stærri skipum svarar Elín: „Það var ekki hægt að fylgjast með togurum að veiðum nú vegna mannfæðar og þá henta drónarnir ekki eins vel í eftirlit langt út á miðum. En við höfum fengið heimild til að setja upp eftirlitsmyndavélar í togurum og munum að öllum líkindum byrja að nota þá heimild nú í september.“ Harðari viðurlög og málum vísað til lögreglu Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmdi brottkast í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári en taldi drónaeftirlit ólöglegt. Elín segir búið að úrskurða í því máli. „Í vor komu ný lög þar sem voru tekin öll tvímæli um það að við höfum heimild til að beita þessu eftirliti. Með því munum við fara að beita harðari viðurlögum en áður. Menn mega eiga von á fleiri áminningum og sviptingum en áður vegna drónaeftirlits. Þá verður nokkrum málum vísað til lögreglu,“ segir hún. Fréttastofu hafnað um upptökur af brottkasti Fréttastofa óskaði í desember í fyrra eftir drónaupptökum Fiskistofu á grundvelli upplýsingalaga.Elín segir að Fiskistofu sé ekki heimild að útvega myndefnið. „Þetta er myndefni sem hægt er að réttlæta að eigi erindi til almennings en okkur er ekki heimilt að afhenda þessi gögn,“ segir Elín. Í erindi Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fréttastofa hefur aðgang að kom fram að til eru upptökur sem sýna fimm skip að veiðum sem stunda brottkast. Fram kemur að útgerðaraðilar hafi lagst gegn afhendingu gagnanna og hafnaði Fiskistofa í framhaldinu afhendingu upptakanna. Fiskistofa bar fyrir sig að hagsmunir útgerðarinnar af leynd vægju þyngra en hagsmunir almennings að sjá myndefnið. Fréttastofa kærði þessa niðurstöðu í janúar og bíður enn niðurstöðu. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Frá því að Fiskistofa byrjaði að nota dróna við veiðieftirlit í janúar 2021 hefur brottkastsmálum fjölgað gríðarlega en fyrir þann tíma voru slík mál um og yfir tíu á ári. Í fyrra voru þau hundrað og fjörutíu og það sem af er ári eru þau tæplega hundrað. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu urðu 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti á þessu ári. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir þó að aðeins hafi þó verið hægt að fljúga yfir hluta flotans síðustu mánuðinni vegna mannfæðar á stofnuninni. „Þetta eru um sjö hundruð strandveiðibátar og við komumst ekki yfir nema hluta með drónaeftirliti. En tæplega helmingur er allt of hátt hlutfall af brottkasti. Menn telja greinilega að ávinningur af brotum sé það mikill að þetta sé þess virði, en þetta er algjörlega óásættanleg umgengni við auðlindina,“ segir Elín Björg. Elín bendir á að orðstír sjávarútvegsins sé undir. „Erlendir markaðir geta verið í hættu ef það á að vera viðtekin venja að kasta fiski,“ segir hún. Hér má sjá tölfræði yfir fjölda brottkastmála sem ratað hafa á borð Fiskistofu undanfarin ár.Vísir/Sara Fiski hent eftir að hafa verið blóðgaður Hún bendir á að í fyrsta skipti hafi náðst upptaka af því þegar blóðguðum fiski var fleygt fyrir stærri. „Menn voru að halda til hliðar smærri verðminni fiski og ef veiddist vel þá köstuðu menn honum fyrir verðmeiri fisk. Þetta er hræðileg umgengni. Það er skylda að koma með allan afla að landi,“ segir hún. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í togurum Togarar voru staðnir að brottkasti við drónaeftirlit Fiskistofu á síðasta ári. Aðspurð um hvort nú hafi verið haft eftirlit með stærri skipum svarar Elín: „Það var ekki hægt að fylgjast með togurum að veiðum nú vegna mannfæðar og þá henta drónarnir ekki eins vel í eftirlit langt út á miðum. En við höfum fengið heimild til að setja upp eftirlitsmyndavélar í togurum og munum að öllum líkindum byrja að nota þá heimild nú í september.“ Harðari viðurlög og málum vísað til lögreglu Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmdi brottkast í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári en taldi drónaeftirlit ólöglegt. Elín segir búið að úrskurða í því máli. „Í vor komu ný lög þar sem voru tekin öll tvímæli um það að við höfum heimild til að beita þessu eftirliti. Með því munum við fara að beita harðari viðurlögum en áður. Menn mega eiga von á fleiri áminningum og sviptingum en áður vegna drónaeftirlits. Þá verður nokkrum málum vísað til lögreglu,“ segir hún. Fréttastofu hafnað um upptökur af brottkasti Fréttastofa óskaði í desember í fyrra eftir drónaupptökum Fiskistofu á grundvelli upplýsingalaga.Elín segir að Fiskistofu sé ekki heimild að útvega myndefnið. „Þetta er myndefni sem hægt er að réttlæta að eigi erindi til almennings en okkur er ekki heimilt að afhenda þessi gögn,“ segir Elín. Í erindi Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fréttastofa hefur aðgang að kom fram að til eru upptökur sem sýna fimm skip að veiðum sem stunda brottkast. Fram kemur að útgerðaraðilar hafi lagst gegn afhendingu gagnanna og hafnaði Fiskistofa í framhaldinu afhendingu upptakanna. Fiskistofa bar fyrir sig að hagsmunir útgerðarinnar af leynd vægju þyngra en hagsmunir almennings að sjá myndefnið. Fréttastofa kærði þessa niðurstöðu í janúar og bíður enn niðurstöðu.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10