Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2022 11:50 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra segir enn verið að yfirheyra fólk vegna árásar á Blönduósi þar sem tvö létust í síðasta mánuði. Rannsóknin sé viðamikil og allir fletir málsins þar á meðal aðdragandinn. Vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21
Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14
Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59