Ungir menn þurfa að aðlagast nýjum veruleika í Kaplakrika Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:30 FH-ingar hefja leik í kvöld. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla í handbolta fer af stað í kvöld og stórleikur er á dagskrá er Stjarnan heimsækir FH í Kaplakrika. FH var til umræðu er Seinni bylgjan hitaði upp fyrir komandi Íslandsmót. Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport) Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn