Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís Dagný Aradóttir Pind skrifar 9. september 2022 08:01 Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar