Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham snéri taflinu við er liðið vann 3-1 sigur gegn FCSB í B-riðli. Gestirnir í FCSB tóku forystuna eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Jarrod Bowen jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn með marki af vítapunktinum á 69. mínútu leiksins áður en Emerson kom liðinu yfir fimm mínútum síðar.
Það var svo Michail Antonio sem tryggði sigur heimamanna með marki á seinustu mínútu venjulegs leiktíma og niðurstaðan því 3-1 sigur West Ham.
Á sama tíma í C-riðli mættust Villarreal og Lech Poznan í algjörum markaleik.
Gestirnir í Lech Poznan tóku forystuna strax á annarri mínútu leiksins, en mark frá Samuel Chukwueze eftir rúmlega hálftíma leik og tvö mörk frá Alex Baena stuttu síðar sáu til þess að heimamenn í Villarreal fóru með 3-1 sigur inn í hálfleikinn.
Mikael Ishak jafnaði hins vegar metin fyrir gestina með tveimur mörkum í síðari hálfleik áður en miðjumaðurinn Francis Coquelin tryggði Villarreal dramatískan 4-3 sigur með marki á lokamínútu leiksins.
Úrslit kvöldsins
A-riðill
Fiorentina 1-1 RFS
Hearts 0-4 Istanbul Basaksehir
B-riðill
Anderlecht 1-0 Silkeborg
West Ham 3-0 FCSB
C-riðill
Austria Wien 0-0 Hapoel Beer Sheva
Villarreal 4-3 Lech Poznan
D-riðill
Slovacko 3-3 Partizan Beograd
Nice 1-1 FC Köln
E-riðill
FC Vaduz 0-0 Apollon Limassol
SC Dinpro-1 0-1 AZ Alkmaar
F-riðill
Molde 0-0 Gent
Shamrock Rovers 0-0 Djuurgaarden
G-riðill
Ballkani 1-1 CFR Cluj
Sivasspor 1-1 Slavia Prague
H-riðill
Basel 3-1 Pyunik
Slovan Bratislava 0-0 Zalgiris Vilnius