„Hornið hentar minni líkamsbyggingu betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 13:01 Ívar Logi Styrmisson var hinn ánægðasti í viðtali eftir leikinn gegn Selfossi, og ekki að ástæðulausu. stöð 2 sport Leikur Fram og Selfoss í gærkvöldi var ekki bara fyrsti leikur tímabilsins 2022-23 í Olís-deild karla, fyrsti leikur Fram á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal heldur einnig fyrsti alvöru leikur Ívars Loga Styrmissonar í nýrri stöðu. Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira