Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 13:07 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10