Útköll á dælubíla voru níu talsins en flest útköllin voru blessunarlega minni háttar, eins og segir í færslu slökkviliðsins.
„En þó að þau séu minniháttar geta þau tekið ansi drjúgan tíma,“ segir enn fremur í færslunni en á myndinni hér að neðan má sjá skurðarvél sem brann yfir en það tók meira en klukkutíma að reykræsta húsnæðið eftir brunann.