Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 09:33 Magdalena Andersson er formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Stefan Löfven á síðasta ári, fyrst kvenna. Getty/Campanella Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 9. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Á myndinni sést greiðlega hvernig skiptingin er samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Novus.Novus/SVT Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Kosningabaráttan einkennst af umræðu um ofbeldi Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 9. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Á myndinni sést greiðlega hvernig skiptingin er samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Novus.Novus/SVT Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Kosningabaráttan einkennst af umræðu um ofbeldi Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu.
Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent)
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira