Slóvenar unnu fyrstu leikhluta en Belgar komu til baka í öðrum en staðan í hálfleik var 44-41. Doncic gerði 16 af 44 stigum Slóvena í fyrri hálfleik.
Belgar neituðu að gefast upp og héldu áfram að vinna sig inn í leikinn en þriðji leikhluti var jafn frá upphafi til enda. Í loka leikhlutanum tókst Belgum svo að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 63-64.
Þá tók Doncic leikinn aftur í sínar hendur og skoraði næstu fimm stig Slóvena til að endurheimta forystuna. Slóvenar byggðu svo hægt og rólega ofan á forskot sitt í fjórða leikhluta og unnu leikinn að lokum með 16 stigum, 88-72.
Luka Doncic var lang stigahæsti leikmaður vallarins í dag með 35 stig. Pierre-Antoine Gillet, leikmaður Belgíu, var næst stigahæstur með 15 stig.
Slóvenar munu mæta annað hvort Úkraínu eða Póllandi í 8-liða úrslitum næsta miðvikudag.