Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. september 2022 21:15 Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan má sjá nýja auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem landsmönnum er bent á að best sé að æla heima hjá sér. Forsvarsmenn heilsugæslunnar segja að auglýsingaherferðinni sé hrint af stað að gefnu tilefni því mikið sé um að fólk komi á heilsugæslustöðvar með hefðbundnar umgangspestir eins og ælupest. „Já það er ótrúlegt hvað fólk kemur hingað með og þess vegna fórum við af stað með þessa auglýsingaherferð, þetta er að gefnu tilefni sem við viljum koma þessum skilaboðum á framfæri,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Dóra hvetur fólk til að vera heima ef það er með hefðbundna umgangspest. Auglýsingaherferðinni er ætlað að efla heilsulæsi fólks. arnar halldórsson Að gefnu tilefni og sér í lagi vegna þess að álag á heilsugæslustöðvar er mikið og lítið sem læknar geta gert við almennum umgangspestum sem ganga yfir á nokkrum dögum. „Við erum að vísa þarna á heilsuveru. Það er upplýsingamiðstöðin, netspjall heilsuveru þar sem fólk getur fengið almennar ráðleggingar og bara hugsa sig sjálft fram til hvað sé besta lausnin. Vera ekki að koma til okkar nema það sé eitthvað sem hægt er að gera í málinu annað en bara almenn skynsemi.“ Margir lesendur taka eflaust undir þessi skilaboð frá heilsugæslunni.vísir Já og svo bendir heilsugæslan réttilega á að það sé ekkert spes að fá niðurgang í bílinn og því best að vera bara heima. Heima er pest, hvað finnst þér um þetta slagorð? „Mér finnst þetta algjör snilld og segir allt sem við vildum segja. Þú ert best geymdur heima ef þú ert með pest.“ Heima er best, ef þú ert með pest.vísir Heilsugæsla Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Heilbrigðismál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan má sjá nýja auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem landsmönnum er bent á að best sé að æla heima hjá sér. Forsvarsmenn heilsugæslunnar segja að auglýsingaherferðinni sé hrint af stað að gefnu tilefni því mikið sé um að fólk komi á heilsugæslustöðvar með hefðbundnar umgangspestir eins og ælupest. „Já það er ótrúlegt hvað fólk kemur hingað með og þess vegna fórum við af stað með þessa auglýsingaherferð, þetta er að gefnu tilefni sem við viljum koma þessum skilaboðum á framfæri,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Dóra hvetur fólk til að vera heima ef það er með hefðbundna umgangspest. Auglýsingaherferðinni er ætlað að efla heilsulæsi fólks. arnar halldórsson Að gefnu tilefni og sér í lagi vegna þess að álag á heilsugæslustöðvar er mikið og lítið sem læknar geta gert við almennum umgangspestum sem ganga yfir á nokkrum dögum. „Við erum að vísa þarna á heilsuveru. Það er upplýsingamiðstöðin, netspjall heilsuveru þar sem fólk getur fengið almennar ráðleggingar og bara hugsa sig sjálft fram til hvað sé besta lausnin. Vera ekki að koma til okkar nema það sé eitthvað sem hægt er að gera í málinu annað en bara almenn skynsemi.“ Margir lesendur taka eflaust undir þessi skilaboð frá heilsugæslunni.vísir Já og svo bendir heilsugæslan réttilega á að það sé ekkert spes að fá niðurgang í bílinn og því best að vera bara heima. Heima er pest, hvað finnst þér um þetta slagorð? „Mér finnst þetta algjör snilld og segir allt sem við vildum segja. Þú ert best geymdur heima ef þú ert með pest.“ Heima er best, ef þú ert með pest.vísir
Heilsugæsla Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Heilbrigðismál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira