Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 07:41 Ljóst þykir að annað hvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmanna, eða Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, verður næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. AP Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07