Ráðast í úttekt á Sælukoti og taka arðgreiðslur til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2022 16:28 Leikskólabörn hafa verið á Sælukoti undanfarin 46 ár. Vísir/Vilhelm Vegna umfangs umkvartana hefur Reykjavíkurborg ákveðið að farið verði í ytra mat á starfsemi leikskólans Sælukots. Meðal annars verður farið yfir reglur um arðgreiðslur og samræmingu innritunar borgarrekinna og sjálfstætt starfandi leikskóla. Fyrrverandi leikskólastjóri, tveir fyrrverandi starfsmenn og móðir sögðu í aðsendri grein á Vísi í síðustu viku að stjórnendur leikskólans hefðu keypt sér raðhús árið 2019 og greitt sér á fimmta tug milljóna króna árið 2020. Á sama tíma hafi leikskólastarfið verið í miklu fjársvelti. Elín Halldórsdóttir, leikskólastjóri á Sælukoti, svaraði pistlinum á sama vettvangi. Hún sagði fjölmiðla blása til stórsóknar undir yfirskini fyrrnefndar aðsendrar greinar. Hún sagði skólann hafa starfað í 46 ár og greinin væri uppfull af uppspuna og ósannindum. Fullyrðingar úr greininni varðandi húsnæðiskaup og arðgreiðslur voru þó ekki leiðréttar. Ásökun um kynferðisbrot Málefni Sælukots hafa verið töluvert í deiglunni undanfarin misseri. Ásakanir á hendur starfsmanni vegna kynferðisbrot komst í fréttirnar. Margrét Eymundsdóttir, ein þeirra sem skrifa greinar og gagnrýna starfið í Sælukoti, var leikskólastjóri þegar málið kom upp. Hún segir það hins vegar hafa verið þaggað niður af rekstrarstjóra skólans og meintur gerandi áfram skipt um bleyjur á börnum. Gerandinn var meðal annars sakaður um að hafa kysst þriggja ára stúlku fullorðinskossi. Móðir barnsins sagði í viðtali við Stöð 2 í fyrra að stjórn leikskólans og Reykjavíkurborg hefðu brugðist í málinu. Lögmaður Sælukots tjáði fréttastofu í fyrra að Barnavernd Reykjavíkur hefði lokað málinu án athugasemda. Móðirin kærði málið til lögreglu. Þetta var í nóvember 2021 og sagði Reykjavíkurborg á þeim tíma að mál skólans væru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ sagði Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, á þeim tíma. Öryggi barna í lagi Síðan eru liðnir tíu mánuðir. Fréttastofa hafði samband við sviðið og spurði hvernig málinu liði. Í svari frá Hjördísi Rut Sigurjónsdóttur, upplýsingafulltrúa á sviðinu, segir að ábendingar um aðbúnað og starf í leikskólanum hafa verið teknar alvarlega. Ytra mat hafi verið gert á leikskólanum 2016 út frá gæðaviðmiðum um leikskóla. „Í skýrslu ytra matsins voru gerðar athugasemdir og í kjölfar þess gerði leikskólinn áætlun um umbætur.“ Þá segir að sérfræðingar skóla- og frístundasviðs fari árlega í eftirlit í alla sjálfstætt starfandi leikskóla Reykjavíkurborgar. „Vegna athugasemda hefur verið farið í fleiri eftirlitsheimsóknir í Sælukot. Síðasta vetur (2021-2022) fóru sérfræðingar sviðsins í fjórar eftirlitsferðir til viðbótar við árlegt eftirlit til að kanna aðbúnað og líðan barna, síðast í maí 2022. Þær heimsóknir sýndu að öryggi væri í lagi og að börnunum virtist líða vel. Helst mátti gagnrýna að ekki var faglærður leikskólastjóri í fullu starfi,“ segir í svari borgarinnar. Spámiðill og orkuheilari Elín Halldórsdóttir er leikskólastjóri í Sælukoti sem rekinn hefur verið af Ananda Marga samtökunum. Töluverð áhersla er lögð á hugleiðslu og kyrjun. Elínu eru andleg málefni greinilega hugleikin en hún titlar sig spámiðil og orkuheilara auk þess að vera myndlistar- og tónlistarkona. Reykjavíkurborg segir að þrátt fyrir þá niðurstöðu að öryggi og líðan barna væri í lagi hafi verið ákveðið að ytra mat yrði gert á leikskólanum að nýju. „Sú ákvörðun byggir á sögu umkvartana sem snýr að leikskólanum og sú vinna sett á dagskrá nú í haust. Óskað hefur verið eftir kostnaðartilboði frá tveimur fyrirtækjum til að taka leikskólann út. Fram undan er heildarendurskoðun á samningum borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla sem renna út um næstu áramót. Meðal annars verður farið yfir reglur um arðgreiðslur og samræmingu innritunar borgarrekinna og sjálfstætt starfandi leikskóla.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. 13. desember 2021 23:19 Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. 1. desember 2021 16:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fyrrverandi leikskólastjóri, tveir fyrrverandi starfsmenn og móðir sögðu í aðsendri grein á Vísi í síðustu viku að stjórnendur leikskólans hefðu keypt sér raðhús árið 2019 og greitt sér á fimmta tug milljóna króna árið 2020. Á sama tíma hafi leikskólastarfið verið í miklu fjársvelti. Elín Halldórsdóttir, leikskólastjóri á Sælukoti, svaraði pistlinum á sama vettvangi. Hún sagði fjölmiðla blása til stórsóknar undir yfirskini fyrrnefndar aðsendrar greinar. Hún sagði skólann hafa starfað í 46 ár og greinin væri uppfull af uppspuna og ósannindum. Fullyrðingar úr greininni varðandi húsnæðiskaup og arðgreiðslur voru þó ekki leiðréttar. Ásökun um kynferðisbrot Málefni Sælukots hafa verið töluvert í deiglunni undanfarin misseri. Ásakanir á hendur starfsmanni vegna kynferðisbrot komst í fréttirnar. Margrét Eymundsdóttir, ein þeirra sem skrifa greinar og gagnrýna starfið í Sælukoti, var leikskólastjóri þegar málið kom upp. Hún segir það hins vegar hafa verið þaggað niður af rekstrarstjóra skólans og meintur gerandi áfram skipt um bleyjur á börnum. Gerandinn var meðal annars sakaður um að hafa kysst þriggja ára stúlku fullorðinskossi. Móðir barnsins sagði í viðtali við Stöð 2 í fyrra að stjórn leikskólans og Reykjavíkurborg hefðu brugðist í málinu. Lögmaður Sælukots tjáði fréttastofu í fyrra að Barnavernd Reykjavíkur hefði lokað málinu án athugasemda. Móðirin kærði málið til lögreglu. Þetta var í nóvember 2021 og sagði Reykjavíkurborg á þeim tíma að mál skólans væru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ sagði Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, á þeim tíma. Öryggi barna í lagi Síðan eru liðnir tíu mánuðir. Fréttastofa hafði samband við sviðið og spurði hvernig málinu liði. Í svari frá Hjördísi Rut Sigurjónsdóttur, upplýsingafulltrúa á sviðinu, segir að ábendingar um aðbúnað og starf í leikskólanum hafa verið teknar alvarlega. Ytra mat hafi verið gert á leikskólanum 2016 út frá gæðaviðmiðum um leikskóla. „Í skýrslu ytra matsins voru gerðar athugasemdir og í kjölfar þess gerði leikskólinn áætlun um umbætur.“ Þá segir að sérfræðingar skóla- og frístundasviðs fari árlega í eftirlit í alla sjálfstætt starfandi leikskóla Reykjavíkurborgar. „Vegna athugasemda hefur verið farið í fleiri eftirlitsheimsóknir í Sælukot. Síðasta vetur (2021-2022) fóru sérfræðingar sviðsins í fjórar eftirlitsferðir til viðbótar við árlegt eftirlit til að kanna aðbúnað og líðan barna, síðast í maí 2022. Þær heimsóknir sýndu að öryggi væri í lagi og að börnunum virtist líða vel. Helst mátti gagnrýna að ekki var faglærður leikskólastjóri í fullu starfi,“ segir í svari borgarinnar. Spámiðill og orkuheilari Elín Halldórsdóttir er leikskólastjóri í Sælukoti sem rekinn hefur verið af Ananda Marga samtökunum. Töluverð áhersla er lögð á hugleiðslu og kyrjun. Elínu eru andleg málefni greinilega hugleikin en hún titlar sig spámiðil og orkuheilara auk þess að vera myndlistar- og tónlistarkona. Reykjavíkurborg segir að þrátt fyrir þá niðurstöðu að öryggi og líðan barna væri í lagi hafi verið ákveðið að ytra mat yrði gert á leikskólanum að nýju. „Sú ákvörðun byggir á sögu umkvartana sem snýr að leikskólanum og sú vinna sett á dagskrá nú í haust. Óskað hefur verið eftir kostnaðartilboði frá tveimur fyrirtækjum til að taka leikskólann út. Fram undan er heildarendurskoðun á samningum borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla sem renna út um næstu áramót. Meðal annars verður farið yfir reglur um arðgreiðslur og samræmingu innritunar borgarrekinna og sjálfstætt starfandi leikskóla.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. 13. desember 2021 23:19 Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. 1. desember 2021 16:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. 13. desember 2021 23:19
Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. 1. desember 2021 16:02