Gaf leikmönnum kreditkortið í sigurvímunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 12:01 Gianmarco Pozzecco kann að fagna sigrum. Getty/Mattia Ozbot Átta liða úrslitin á EM karla í körfubolta hefjast í dag. Gleðin virtist hvergi meiri en hjá Ítölum með að komast svo langt í keppninni og þjálfari liðsins sagðist hafa látið leikmenn fá kreditkortið sitt til að fagna að vild. Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland. Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland.
Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins