Slökkvilið beggna vegna ganga munu taka þátt í æfingunni þar sem markmiðið er að sjá hvernig reykur fyllir gönginn, hvernig reykkafarar geta athafnað sig í göngunum og bjargað fólki úr bílflaki. Þá verður einnig kannað hvernig reyklosun með gangablásurum tekst.
Notast verður við sérstakan æfingarbúnað sem Vegagerðin fjárfesti í á síðasta ári. Búnaðurinn samanstendur meðal annars af reykvélum, gasbrennurum, ljósum og hátölurum.
Með búnaðinum er hægt að setja upp vettvang sem reynir á slökkviliðin eins og um alvöru eld væri að ræða, þó án allrar mengunar eða áhættu á heilsutjóni fyrir hlutaðeigandi.
Er þetta í fyrsta sinn sem búnaðurinn verður prófaður og notaður í göngum hér á landi. Á meðan æfingin stendur yfir verður lokað fyrir almenna umferð um göngin, sem tengja saman Eyjafjörð og Fnjóskadal.