Müller ætlar að passa að gefa boltann ekki á Lewandowski Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 14:31 Müller og Lewandowski náðu afar vel saman hjá Bayern þar sem sá fyrrnefndi var stoðsendingahæstur ár eftir ár á meðan sá síðarnefndi var markahæstur. Arthur Thill ATPImages/Getty Images „Ég held að þetta verði góður leikur fyrir hinn almenna áhorfanda,“ segir Thomas Müller, leikmaður Bayern München um leik kvöldsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. „Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
„Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira