Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:06 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira