Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2022 11:03 Inga Sæland formaður Flokks fólksins stefnir á ferð til Akureyrar til að ræða við þá sem tengjast málinu. vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53