Isabella aftur í Breiðablik Atli Arason skrifar 14. september 2022 22:00 Isabella Ósk í leik með Breiðabliki á síðasta leiktímabili. Vísir/Bára Dröfn Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. Isabella lék með Breiðablik í Subway-deildinni á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Í lok síðasta leiktímabils á Íslandi skipti Isabella yfir til South Adelaide Panthers í Ástralíu þar sem hún spilaði í sumar við góðan orðstír. Eftir að fregnir bárust að hún ætlaði að koma aftur til Íslands í vetur fóru öll helstu lið deildarinnar að sækjast eftir kröftum hennar en nú hefur fengist staðfest að hún valdi að leika fyrir Kópavogsfélagið á næsta leiktímabili. „Það voru mörg lið á eftir þessum frábæra leikmanni og því er það mikið ánægjuefni fyrir okkur í Breiðablik að hún hafi valið að halda áfram að spila með uppeldisklúbbnum. Isabella hefur verið frábær síðustu ár með Breiðablik þó svo að erfið meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá henni, en með Isabellu inn á hefur lið Breiðabliks sýnt að það getur unnið öll lið deildarinnar,“ er skrifað í tilkynningu Breiðabliks um komu Isabellu í Kópavoginn. Fyrsti leikur Breiðabliks á komandi tímabili er þann 20. september þegar liðið fer í heimsókn til Vals á Hlíðarenda. > Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Isabella lék með Breiðablik í Subway-deildinni á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Í lok síðasta leiktímabils á Íslandi skipti Isabella yfir til South Adelaide Panthers í Ástralíu þar sem hún spilaði í sumar við góðan orðstír. Eftir að fregnir bárust að hún ætlaði að koma aftur til Íslands í vetur fóru öll helstu lið deildarinnar að sækjast eftir kröftum hennar en nú hefur fengist staðfest að hún valdi að leika fyrir Kópavogsfélagið á næsta leiktímabili. „Það voru mörg lið á eftir þessum frábæra leikmanni og því er það mikið ánægjuefni fyrir okkur í Breiðablik að hún hafi valið að halda áfram að spila með uppeldisklúbbnum. Isabella hefur verið frábær síðustu ár með Breiðablik þó svo að erfið meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá henni, en með Isabellu inn á hefur lið Breiðabliks sýnt að það getur unnið öll lið deildarinnar,“ er skrifað í tilkynningu Breiðabliks um komu Isabellu í Kópavoginn. Fyrsti leikur Breiðabliks á komandi tímabili er þann 20. september þegar liðið fer í heimsókn til Vals á Hlíðarenda. > Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers, hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu, a.m.k. í bili. Isabella og liðsfélagar hennar töpuðu í morgun gegn Sturt í undanúrslitum NBL1 deildarinnar, 74-70. 27. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers, hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu, a.m.k. í bili. Isabella og liðsfélagar hennar töpuðu í morgun gegn Sturt í undanúrslitum NBL1 deildarinnar, 74-70. 27. ágúst 2022 21:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum