Telja að systrum hafi verið nauðgað áður en þær voru hengdar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 09:35 Fjölskylda stúlknanna segir að þeim hafi verið rænt, nauðgað og svo myrtar. Getty/Sunil Ghosh Lögreglan í indverska héraðinu Uttar Pradesh telur að systrum á unglingsaldri, sem fundust hengdar í tré, hafi verið nauðgað áður en þær voru myrtar. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana. Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana.
Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04