Sérsveitin kölluð út vegna „torkennilegs hlutar“ á Selfossi Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. september 2022 11:03 Lögreglumenn á vettvangi á Selfossi í morgun. Vísir/Kristófer Lögregla á Suðurlandi er með mikinn viðbúnað nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vallaskóla á Selfossi eftir að tilkynnt var um „torkennilegan hlut“ á götu við skólann. Að sögn lögreglu er um að ræða ósprungna sprengju sem svipaði til þeirra sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær. Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni. Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni.
Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent