„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 12:56 Sif Atladóttir er búin að koma sér vel fyrir á Selfossi eftir langan feril í atvinnumennsku. mynd/UMF Selfoss Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni. Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira