Ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að þríhöfuðkúpubrjóta vinnufélaga sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2022 15:47 Ákært er fyrir árás á tvo menn sem átti sér stað á Seltjarnarnesi í júní. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps 17. júní síðastliðinn, með því að hafa slegið tvo vinnufélaga sína með hamri. Annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Þann 17. júní síðastliðinn var greint frá því að tveir hefðu verið fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn eftir að byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi hefði sinnast. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra hefur nú verið gefin út á hendur einum manni í málinu, sem ekki er nafngreindur í ákæru. Ákæran er í tveimur liðum, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Fyrst er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa komið aftan að manni sem sat fyrir utan húsið, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk, með þeim afleiðingum að hann þríhöfuðkúpubrotnaði. Eins hlaut maðurinn eymsl á brjóstkassa, mar og bólgu, brot hægra megin á rifbeinum, mar á hægri hendi og framhandlegg og bólgu á hægri ökkla. Í öðrum ákærulið er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum manni, og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Málið er höfðað fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og krefst ákæruvaldið þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu þess sem höfuðkúpubrotnaði er gerð krafa um fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Af hálfu hins mannsins er gerð krafa upp á þrjár milljónir í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“ Lögreglumál Seltjarnarnes Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þann 17. júní síðastliðinn var greint frá því að tveir hefðu verið fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn eftir að byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi hefði sinnast. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra hefur nú verið gefin út á hendur einum manni í málinu, sem ekki er nafngreindur í ákæru. Ákæran er í tveimur liðum, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Fyrst er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa komið aftan að manni sem sat fyrir utan húsið, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk, með þeim afleiðingum að hann þríhöfuðkúpubrotnaði. Eins hlaut maðurinn eymsl á brjóstkassa, mar og bólgu, brot hægra megin á rifbeinum, mar á hægri hendi og framhandlegg og bólgu á hægri ökkla. Í öðrum ákærulið er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum manni, og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Málið er höfðað fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og krefst ákæruvaldið þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu þess sem höfuðkúpubrotnaði er gerð krafa um fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Af hálfu hins mannsins er gerð krafa upp á þrjár milljónir í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“
Lögreglumál Seltjarnarnes Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira