Óli Stef ætlaði að verða eins og Sócrates Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2022 09:00 Vart finnast áhugaverðari íþróttamenn en Ólafur Stefánsson og Sócrates. vísir/getty Ólafur Stefánsson ætlaði að feta í fótspor hetjunnar sinnar, allt þar til símtal frá þýsku félagsliði kom. Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita