Sendiherrann vakinn um miðja nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 17:56 Mikill fjöldi þjóðhöfðingja leggur leið sína til Lundúna, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. „Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum. Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
„Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum.
Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent