Kvikmyndin sem kemur í bíó í Bandaríkjunum 21. desember næstkomandi er skrifuð af Anthony McCarten. McCarten skrifaði einnig handrit kvikmyndarinnar „Bohemian Rhapsody“ sem fjallaði um tónlistarferil Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen.
Leikkonan Naomi Ackie fer með hlutverk Houston í kvikmyndinni en hún lék einnig Jannah í kvikmyndinni „Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker“ og Bonnie í þáttunum „The End of the F***ing World.“
Í nýju stiklunni sjá áhorfendur Houston takast á við gagnrýni, flytja þjóðsönginn á SuperBowl eins og hún gerði eftirminnilega árið 1991 og ganga að altarinu þar sem hún er í þann mund að gifta sig.
Meðleikarar Ackie í kvikmyndinni eru meðal annars Stanley Tucci, Tamara Tunie og Clarke Peters.
Stikluna má sjá hér að ofan.