Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2022 07:01 Viðureignin sem byrjaði þetta allt. Crystal Fuller/Saint Louis Chess Club Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. Í grunninn snýst málið um að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og án efa einn besti skákmaður síðari ára og mögulega allra tíma, tapaði nokkuð óvænt fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu. Fyrir viðureign þeirra félaga hafði Carlsen ekki verið sigraður í 53 viðureignum í röð. Heimsmeistarinn dró sig í kjölfarið úr keppni og gaf þar með mögulega frá sér fúlgur fjár. Síðan birti Carlsen færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann gaf til kynna að brögð væru í tafli. Niemann hafði áður gerst sekur um svindl og því fór annars rólegur skákheimur á hliðina. Eftir sigurinn á Carlsen, og umræðuna sem fylgdi, fór Niemann í viðtal þar sem hann opnaði sig upp á gátt varðandi vinnuna sem hann hefur lagt á sig til að verða betri skákmaður. Talaði hann um mistökin sem hann gerði aðeins tólf og sextán ára gamall en það var þá var hann staðinn að svindli. Eftir viðtalið tóku mörg afstöðu með Niemann og töldu að ef til vill væri Carlsen bara bitur yfir að hafa tapað gegn skákmanni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Málinu er þó hvergi nærri lokið og hefur nú tekið gríðarlega óvænta stefnu. Nýjasta útspil þeirra sem telja Niemann hafa svindlað á uppruna sinn á veraldarvefnum og er lygilegt svo ekki sé meira sagt. Það fékk þó byr undir báða vængi þegar Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX ákvað að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Orðrómurinn er sá að Niemann hafi verið með aðstoðarmann á sínum snærum sem hafi haft aðgang að sérstöku skákforriti sem segir til um hver sé besti leikurinn hverju sinni. Til að koma skilaboðum áleiðis til Niemann hafi hann sent dulkóðuð, titrandi, skilaboð í svokallaðar endaþarms-kúlur (e. anal beads) sem Niemann hafði sett upp í afturenda sinn á meðan skákin fór fram. Sem sagt: Aðstoðarmaðurinn sá hvað væri best að gera og sendi skilaboð. Kúlurnar titruðu og Niemann lék þann leik - færði þann taflmann - sem gaf honum mestar líkur á sigri. When Hans Niemann beat Magnus Carlsen, the world chess champion, on Sept. 4, he ended Carlsen s 53-game unbeaten streak. He also set into motion a debacle that has turned into one of the biggest chess scandals in years. https://t.co/N25rKKFGQQ— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Eðlilega hefur Niemann neitað þessum ásökunum. Hann segist vera til í að gera hvað sem er til að sanna að hann sé ekki að svindla. „Ef þeir vilja að ég klæðist spjörunum úr þá mun ég gera það. Mér er alveg sama af því ég veit að ég er saklaus. Ef ég þarf að tefla í lokuðum kassa án rafmagns þá get ég gert það, mér er alveg sama. Ég er hér til að vinna og það er eina markmið mitt,“ var svar Niemann við téðum orðrómum. Ef til vill hefði enginn tekið orðrómana alvarlega nema af því Musk tók undir þá. Hann virðist hafa séð að sér og eytt því sem hann setti inn á Twitter en veraldarvefurinn gleymir engu og það náðist skjáskot af tístinu áður en því var eytt. Tístið umrædda.Twitter@elonmusk Í kjölfar umræðunnar um mögulegt svindl Niemann tjáði Hikaru Nakamura sig um málið en hann er virtur skákmaður. Nakamura telur engar líkur á að Carlsen hafi hætt keppni á Sinquefield-mótinu nema hann hafi verið fullviss um að Niemann væri að svindla. Táningurinn Niemann hefur ásakað Nakamura og aðra um að reyna skemma feril sinn. „Það hlýtur að vera vandræðalegt fyrir heimsmeistarann að tapa gegn hálfvita eins og mér. Ég vorkenni honum,“ sagði Niemann í viðtali skömmu eftir að hafa sigrað Carlsen. Á laugardaginn var gaf Chris Bird, einn af dómurum Sinquefield-mótsins, út yfirlýsingu þess efnis að ekkert benti til þess að það væri maðkur í mysunni. Aðspurður hvort Niemann yrði boðið aftur í St. Louis skákklúbbinn þar sem mótið fer fram, sagði Bird svo vera og að táningurinn hefði þegar samþykkt að taka þátt í haustmóti klúbbsins og væri skráður til leiks. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Í grunninn snýst málið um að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og án efa einn besti skákmaður síðari ára og mögulega allra tíma, tapaði nokkuð óvænt fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu. Fyrir viðureign þeirra félaga hafði Carlsen ekki verið sigraður í 53 viðureignum í röð. Heimsmeistarinn dró sig í kjölfarið úr keppni og gaf þar með mögulega frá sér fúlgur fjár. Síðan birti Carlsen færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann gaf til kynna að brögð væru í tafli. Niemann hafði áður gerst sekur um svindl og því fór annars rólegur skákheimur á hliðina. Eftir sigurinn á Carlsen, og umræðuna sem fylgdi, fór Niemann í viðtal þar sem hann opnaði sig upp á gátt varðandi vinnuna sem hann hefur lagt á sig til að verða betri skákmaður. Talaði hann um mistökin sem hann gerði aðeins tólf og sextán ára gamall en það var þá var hann staðinn að svindli. Eftir viðtalið tóku mörg afstöðu með Niemann og töldu að ef til vill væri Carlsen bara bitur yfir að hafa tapað gegn skákmanni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Málinu er þó hvergi nærri lokið og hefur nú tekið gríðarlega óvænta stefnu. Nýjasta útspil þeirra sem telja Niemann hafa svindlað á uppruna sinn á veraldarvefnum og er lygilegt svo ekki sé meira sagt. Það fékk þó byr undir báða vængi þegar Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX ákvað að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Orðrómurinn er sá að Niemann hafi verið með aðstoðarmann á sínum snærum sem hafi haft aðgang að sérstöku skákforriti sem segir til um hver sé besti leikurinn hverju sinni. Til að koma skilaboðum áleiðis til Niemann hafi hann sent dulkóðuð, titrandi, skilaboð í svokallaðar endaþarms-kúlur (e. anal beads) sem Niemann hafði sett upp í afturenda sinn á meðan skákin fór fram. Sem sagt: Aðstoðarmaðurinn sá hvað væri best að gera og sendi skilaboð. Kúlurnar titruðu og Niemann lék þann leik - færði þann taflmann - sem gaf honum mestar líkur á sigri. When Hans Niemann beat Magnus Carlsen, the world chess champion, on Sept. 4, he ended Carlsen s 53-game unbeaten streak. He also set into motion a debacle that has turned into one of the biggest chess scandals in years. https://t.co/N25rKKFGQQ— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Eðlilega hefur Niemann neitað þessum ásökunum. Hann segist vera til í að gera hvað sem er til að sanna að hann sé ekki að svindla. „Ef þeir vilja að ég klæðist spjörunum úr þá mun ég gera það. Mér er alveg sama af því ég veit að ég er saklaus. Ef ég þarf að tefla í lokuðum kassa án rafmagns þá get ég gert það, mér er alveg sama. Ég er hér til að vinna og það er eina markmið mitt,“ var svar Niemann við téðum orðrómum. Ef til vill hefði enginn tekið orðrómana alvarlega nema af því Musk tók undir þá. Hann virðist hafa séð að sér og eytt því sem hann setti inn á Twitter en veraldarvefurinn gleymir engu og það náðist skjáskot af tístinu áður en því var eytt. Tístið umrædda.Twitter@elonmusk Í kjölfar umræðunnar um mögulegt svindl Niemann tjáði Hikaru Nakamura sig um málið en hann er virtur skákmaður. Nakamura telur engar líkur á að Carlsen hafi hætt keppni á Sinquefield-mótinu nema hann hafi verið fullviss um að Niemann væri að svindla. Táningurinn Niemann hefur ásakað Nakamura og aðra um að reyna skemma feril sinn. „Það hlýtur að vera vandræðalegt fyrir heimsmeistarann að tapa gegn hálfvita eins og mér. Ég vorkenni honum,“ sagði Niemann í viðtali skömmu eftir að hafa sigrað Carlsen. Á laugardaginn var gaf Chris Bird, einn af dómurum Sinquefield-mótsins, út yfirlýsingu þess efnis að ekkert benti til þess að það væri maðkur í mysunni. Aðspurður hvort Niemann yrði boðið aftur í St. Louis skákklúbbinn þar sem mótið fer fram, sagði Bird svo vera og að táningurinn hefði þegar samþykkt að taka þátt í haustmóti klúbbsins og væri skráður til leiks.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti