Rennibraut verði komin upp í Dalslaug í vor Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2022 10:48 Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara kalli íbúa. Framkvæmdastjóri Sportís, sem átti lægsta tilboð, segir að nýja rennibrautin muni svipa mjög til þeirrar sem er í Vatnaveröld í Reykjanesbæ sem sjá má á myndinni. Aðsend/Reykjavíkurborg Reiknað er með að vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara ákalli íbúa en upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að rennibraut yrði í lauginni sem opnaði í desember á síðasta ári. Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira