Flokkarnir hafi verið gerðir að ríkisstofnunum með háum framlögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 10:49 Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem há opinber framlög til stjórnmálaflokka eru gagnrýnd. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að dregið verði úr opinberum fjárstuðningi við stjórnmálaflokka. Þeir segja há framlög til flokkanna undanfarin ár hafa dregið úr stjórnmálastarfi þeirra. Flokkarnir hafi í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“ Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“
Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00