Flokkarnir hafi verið gerðir að ríkisstofnunum með háum framlögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 10:49 Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem há opinber framlög til stjórnmálaflokka eru gagnrýnd. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að dregið verði úr opinberum fjárstuðningi við stjórnmálaflokka. Þeir segja há framlög til flokkanna undanfarin ár hafa dregið úr stjórnmálastarfi þeirra. Flokkarnir hafi í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“ Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“
Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00