„Erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2022 14:45 Lárus Helgi Ólafsson fékk boltann af miklum krafti í andlitið af stuttu færi. Stöð 2 Sport Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, fékk þungt höfuðhögg er liðið gerði 24-24 jafntefli gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gærkvöld. Lárus fékk þá skot frá Tandra Má Konráðssyni af stuttu færi í andlitið, en segist þó hafa sloppið vel í þetta sinn. Atvikið átti sér stað undir lok leiksins í gær. Gestirnir í Fram höfðu þá tveggja marka forskot í stöðunni 21-23 og rétt tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiktímanum. Tandri Már slapp þá í gegnum vörn gestanna og úr algjöru dauðafæri skaut hann af öllu afli í andlit Lárusar sem rauk úr markinu til að freista þess að verja skotið. Þrátt fyrir þetta þunga högg var Lárus nokkuð brattur þegar Vísir náði tali af honum í dag og segir þetta mögulega hafa litið verr út en það raunverulega var, en segir þó að hann og aðrir markmenn bíði eftir skotinu sem sendir þá á meiðslalistann. „Mér fannst þetta í rauninni vera minniháttar þegar þetta gerðist, eða þannig, mér brá auðvitað bara,“ sagði Lárus. „Síðan þegar ég kom heim þá horfði ég aftur á þetta og þá leit þetta mun verr út. Án þess að vera að reyna að dramatísera þetta of mikið. Ég var góður í gærkvöldi eftir þetta og er búinn að vera góður í dag líka.“ „En við markmenn höfum oft rætt þetta okkar á milli. Við höfum náttúrulega allir fengið fullt af skotum í andlitið og erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út,“ sagði Lárus alvarlegur. Engin illindi út í Tandra Lárus segist einnig ekki vera reiður eða fúll út í Tandra eftir skotið. Tandri, sem og aðrir Stjörnumenn, hafi ítrekað beðist afsökunar og atvik sem þetta sé í flestum tilvikum óviljaverk. „Tandri myndi aldrei gera svona viljandi. Hann vill auðvitað bara skora fyrir sitt lið og á þessum tímapunkti hefði hann getað minnkað muninn í eitt mark. Hann var mættur um leið til að biðjast afsökunar og gerði það svo aftur eftir leikinn.“ „Svo er bara stórt hrós á Stjörnumenn sem komu allir til að athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hér áður fyrr kom það alveg fyrir að menn varla báðust afsökunar og maður var jafnvel sakaður um að vera að gera of mikið úr hlutunum.“ Reglubreytingin góð en afleiðingarnar geta verið hræðilegar Ekki er langt síðan að gerð var breyting á handboltareglunum sem segir að skot í andlit markmanns verðskuldi alltaf tveggja mínútna brottvísun. Áður fyrr var það oft geðþóttaákvörðun dómara sem réði úrslitum í brotum sem þessum. Lárus segir það gott að þetta sé komið inn svo leikmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir skjóta í kringum höfuð markvarða. „Það er rosalega gott að tveggja mínútna reglan sé komin og að það sé verið að prófa hana. Ég veit ekki hvort að það þurfi að taka þetta eitthvað lengra þar sem að í 99 prósent tilvika er þetta óvart hjá leikmönnum. Vonandi sjáum við skotum í höfuð markvarða fara fækkandi.“ Hann segir þó að afleiðingarnar af þessum atvikum geti verið hræðilegar. „Ég ræddi við annan markmann í gær um hvað þetta er orðið algengt og margir hafa þurft að taka sér langar pásur eða hreinlega hætta eftir skot í andlit.“ „Tökum bara sem dæmi Aron [Rafn Eðvarðsson, markmann Hauka], eða Guðrúnu [Ósk Maríasdóttir, markmann Stjörnunnar]. Guðrún fær ekki einu sinni mörg föst skot í sig en það hittir á ákveðin stað og hún er frá vinnu og með líkamleg einkenni í marga mánuði eftir á. Þetta er eitthvað sem við markmenn erum alltaf að hugsa um og það er mjög óþægilegt,“ sagði Lárus að lokum. Eins og áður segir átti atvikið sér stað undir lok leiks þegar Fram hafði tveggja marka forystu. Þetta óhugnalega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lárus Helgi Ólafsson fær skot í andlitið Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. 9. október 2018 11:30 Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Guðrún Ósk Maríasdóttir á erfitt með daglegt líf eftir að fá heilahristing fyrr í vetur. 13. febrúar 2019 10:00 Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. 4. maí 2022 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Atvikið átti sér stað undir lok leiksins í gær. Gestirnir í Fram höfðu þá tveggja marka forskot í stöðunni 21-23 og rétt tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiktímanum. Tandri Már slapp þá í gegnum vörn gestanna og úr algjöru dauðafæri skaut hann af öllu afli í andlit Lárusar sem rauk úr markinu til að freista þess að verja skotið. Þrátt fyrir þetta þunga högg var Lárus nokkuð brattur þegar Vísir náði tali af honum í dag og segir þetta mögulega hafa litið verr út en það raunverulega var, en segir þó að hann og aðrir markmenn bíði eftir skotinu sem sendir þá á meiðslalistann. „Mér fannst þetta í rauninni vera minniháttar þegar þetta gerðist, eða þannig, mér brá auðvitað bara,“ sagði Lárus. „Síðan þegar ég kom heim þá horfði ég aftur á þetta og þá leit þetta mun verr út. Án þess að vera að reyna að dramatísera þetta of mikið. Ég var góður í gærkvöldi eftir þetta og er búinn að vera góður í dag líka.“ „En við markmenn höfum oft rætt þetta okkar á milli. Við höfum náttúrulega allir fengið fullt af skotum í andlitið og erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út,“ sagði Lárus alvarlegur. Engin illindi út í Tandra Lárus segist einnig ekki vera reiður eða fúll út í Tandra eftir skotið. Tandri, sem og aðrir Stjörnumenn, hafi ítrekað beðist afsökunar og atvik sem þetta sé í flestum tilvikum óviljaverk. „Tandri myndi aldrei gera svona viljandi. Hann vill auðvitað bara skora fyrir sitt lið og á þessum tímapunkti hefði hann getað minnkað muninn í eitt mark. Hann var mættur um leið til að biðjast afsökunar og gerði það svo aftur eftir leikinn.“ „Svo er bara stórt hrós á Stjörnumenn sem komu allir til að athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hér áður fyrr kom það alveg fyrir að menn varla báðust afsökunar og maður var jafnvel sakaður um að vera að gera of mikið úr hlutunum.“ Reglubreytingin góð en afleiðingarnar geta verið hræðilegar Ekki er langt síðan að gerð var breyting á handboltareglunum sem segir að skot í andlit markmanns verðskuldi alltaf tveggja mínútna brottvísun. Áður fyrr var það oft geðþóttaákvörðun dómara sem réði úrslitum í brotum sem þessum. Lárus segir það gott að þetta sé komið inn svo leikmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir skjóta í kringum höfuð markvarða. „Það er rosalega gott að tveggja mínútna reglan sé komin og að það sé verið að prófa hana. Ég veit ekki hvort að það þurfi að taka þetta eitthvað lengra þar sem að í 99 prósent tilvika er þetta óvart hjá leikmönnum. Vonandi sjáum við skotum í höfuð markvarða fara fækkandi.“ Hann segir þó að afleiðingarnar af þessum atvikum geti verið hræðilegar. „Ég ræddi við annan markmann í gær um hvað þetta er orðið algengt og margir hafa þurft að taka sér langar pásur eða hreinlega hætta eftir skot í andlit.“ „Tökum bara sem dæmi Aron [Rafn Eðvarðsson, markmann Hauka], eða Guðrúnu [Ósk Maríasdóttir, markmann Stjörnunnar]. Guðrún fær ekki einu sinni mörg föst skot í sig en það hittir á ákveðin stað og hún er frá vinnu og með líkamleg einkenni í marga mánuði eftir á. Þetta er eitthvað sem við markmenn erum alltaf að hugsa um og það er mjög óþægilegt,“ sagði Lárus að lokum. Eins og áður segir átti atvikið sér stað undir lok leiks þegar Fram hafði tveggja marka forystu. Þetta óhugnalega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lárus Helgi Ólafsson fær skot í andlitið
Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. 9. október 2018 11:30 Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Guðrún Ósk Maríasdóttir á erfitt með daglegt líf eftir að fá heilahristing fyrr í vetur. 13. febrúar 2019 10:00 Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. 4. maí 2022 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. 9. október 2018 11:30
Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Guðrún Ósk Maríasdóttir á erfitt með daglegt líf eftir að fá heilahristing fyrr í vetur. 13. febrúar 2019 10:00
Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. 4. maí 2022 14:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti