Ómar Ragnarsson verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2022 16:20 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson veitti Ómari viðurkenninguna og skellihló að hnyttinni athugasemd Ómars. Þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Þetta er í þrettánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent á Degi íslenskrar náttúru. Ómar er landsmönnum vel kunnur og var í störfum sínum á fjölmiðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum landsins, áður en hann hóf baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann hefur til dæmis verið baráttumaður gegn virkjunum og barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunum á sínum tíma. Hann sagði frá því í Kompás árið 2006 hvenær hann ákvað að helga líf sitt umhverfismálum. Þá var Ómar á meðal þeirra sem börðust gegn veglagningu í Gálgahrauni í Garðabæ í október 2013. Níu voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Ómar og félagar kröfðust skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna handtökunnar. Hæstiréttur sýknaði ríkið í desember 2016. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á málefnum og að hann hafi fært þjóðinni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og fréttaefni. Þannig hafi Ómar myndað Holuhraun áður en þar fór að gjósa og komið að Grímsvatnagosinu áður en nokkur annar kom þar að. Ómar er afar mælskur og þakkaði fyrir sig með tölu eins og honum einum er lagið. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síðari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í rökstuðningi sínum. „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég eins og margir Íslendingar erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það, er Ómar Ragnarsson. Það verður aldrei hægt að mæla það hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast náttúru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur.” Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ómar er landsmönnum vel kunnur og var í störfum sínum á fjölmiðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum landsins, áður en hann hóf baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann hefur til dæmis verið baráttumaður gegn virkjunum og barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunum á sínum tíma. Hann sagði frá því í Kompás árið 2006 hvenær hann ákvað að helga líf sitt umhverfismálum. Þá var Ómar á meðal þeirra sem börðust gegn veglagningu í Gálgahrauni í Garðabæ í október 2013. Níu voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Ómar og félagar kröfðust skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna handtökunnar. Hæstiréttur sýknaði ríkið í desember 2016. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á málefnum og að hann hafi fært þjóðinni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og fréttaefni. Þannig hafi Ómar myndað Holuhraun áður en þar fór að gjósa og komið að Grímsvatnagosinu áður en nokkur annar kom þar að. Ómar er afar mælskur og þakkaði fyrir sig með tölu eins og honum einum er lagið. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síðari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í rökstuðningi sínum. „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég eins og margir Íslendingar erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það, er Ómar Ragnarsson. Það verður aldrei hægt að mæla það hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast náttúru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur.”
Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira