Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er settur lögreglustjóri á Vestfjörðum og gegnir stöðunum tveimur samhliða þar til nýr lögreglustjóri hefur verið skipaður á Vestfjörðum.
Dómsmálaráðherra skipar í stöðu lögreglustjóra til fimm ára í senn en samkvæmt vef stjórnarráðsins er reiknað með að skipað verði í embættið frá og með 1. nóvember næstkomandi.
Þeir sem sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum eru eftirfarandi:
- Einar Thorlacius lögfræðingur
- Gísli Rúnar Gíslason deildarstjóri/lögfræðingur
- Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari
- María Káradóttir aðstoðarsaksóknari
- Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari
- Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari
Lögreglustjóri Vestfjarða er með aðsetur á Ísafirði og sveitarfélögin innan umdæmis lögreglustjórans eru Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.
Fréttin var uppfærð klukkan 22:06 með tilliti til þess hver sinnir starfi lögreglustjóra þar til nýr hefur verið skipaður.