Fórnarlömb mannanna koma alls staðar að en úr að virði sjötíu þúsund evra eða rúmlega tíu milljóna íslenskra króna sem fannst meðal þýfisins var í eigu manns frá San Fransisco. Úrinu hafi verið rænt þegar hann var á leiðinni á Cannes kvikmyndahátíðina árið 2019. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian.
Þjófarnir eru sagðir vera karlmenn á fimmtugs- og sextugsaldri frá Marseille og Nice. Þeir stunduðu þjófnaðinn í lestum á leið frá París til Nice, París til Marseille og Lyon til Genfar.
Starfsemi mannanna er sögð hafa verið mjög skipulögð og hafi dulbúinn þjófur komið sér fyrir við hlið farþeganna í lestunum ásamt tveimur vitorðsmönnum sínum. Þeir hafi síðan tekið farangur sem lá eftirlitslaus ásamt veskjum og slíku og stigið frá borði á næstu stoppistöð.
Lögreglan fann þýfi mannanna í Marseille en meðal þess var allskyns farangur, myndavélabúnaður, hundruðir sólgleraugna og reiðufé.