„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 23:16 Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sagði söguna af því þegar hún var óvænt komin á lokamót EM í knattspyrnu í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð. „Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“ Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
„Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“
Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira